Lífið
ferð mín í gegnum lífið er ekki eins og ferðalag
hindranir á vegi mínum eru ekki margar
eina óyfirstíganlega hindrunin er ég sjálf
samt held ég áfram að misstíga mig og hrasa


Mistökin hægja á mér
draumarnir hjálpa mér að halda áfram
ástin gerir mig brjálaða
hún er bæði besta og versta tilfinning í heimi


Lygin er verst
að ljúga að öðrum er ósíður
að ljúga að sjálfum sér er hættulegt
ég er tilbúin að ganga ein  
Eva Margrét
1992 - ...


Ljóð eftir Evu Margréti

Leiði
Lífið
Ætíð man þig
Heima