Þula
Örfáar brúnar og bláar
bragðgóðar, sumar hráar
stökur stórar og smáar
streyma sem vatn til sjávar.
Ómurinn ljúfur lætur
léttur í eyrum og sætur
ástfangnar Evudætur
enn hafa á piltum mætur.
Myndin minningu geymir
marga um fegurð dreymir,
úr glóðinni ennþá eimir
ef til vill enginn gleymir.
Bárurnar földum falda
freyða við stinningskalda
því skal til heiðar halda
á harðferðinni jökuls tjalda.
Þar ríkir fullkominn friður
fegurð sem gagntekur yður
og íslenskur sveitasiður
að setjast þar snöggvast niður.
bragðgóðar, sumar hráar
stökur stórar og smáar
streyma sem vatn til sjávar.
Ómurinn ljúfur lætur
léttur í eyrum og sætur
ástfangnar Evudætur
enn hafa á piltum mætur.
Myndin minningu geymir
marga um fegurð dreymir,
úr glóðinni ennþá eimir
ef til vill enginn gleymir.
Bárurnar földum falda
freyða við stinningskalda
því skal til heiðar halda
á harðferðinni jökuls tjalda.
Þar ríkir fullkominn friður
fegurð sem gagntekur yður
og íslenskur sveitasiður
að setjast þar snöggvast niður.
Úr bókinni <a href="mailto:jons@snerpa.is?subject=[Pöntun]: Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan">Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan</a>.
Vestfirska forlagið, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Vestfirska forlagið, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.