Í úthafið dropinn fer
Að kveða til þín kíminn brag
í kærleiks ríkum anda.
En labba eftir liðinn dag
leið til draumalanda.
<blockquote>Eiga síðan óskastund
efst á fjallatindum.
Þar sem golan léttir lund
laugaður hlýjum vindum.</blockquote>Satt er best að segja þér
sem og öðrum konum.
Ísland verður undir mér
þó annað bregðist vonum.  
Elís Kjaran
1928 - ...
Úr bókinni <a href="mailto:jons@snerpa.is?subject=[Pöntun]: Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan">Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan</a>.
Vestfirska forlagið, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Elís Kjaran

Í úthafið dropinn fer
Þula