Þula
Örfáar brúnar og bláar
bragðgóðar, sumar hráar
stökur stórar og smáar
streyma sem vatn til sjávar.
Ómurinn ljúfur lætur
léttur í eyrum og sætur
ástfangnar Evudætur
enn hafa á piltum mætur.
Myndin minningu geymir
marga um fegurð dreymir,
úr glóðinni ennþá eimir
ef til vill enginn gleymir.
Bárurnar földum falda
freyða við stinningskalda
því skal til heiðar halda
á harðferðinni jökuls tjalda.
Þar ríkir fullkominn friður
fegurð sem gagntekur yður
og íslenskur sveitasiður
að setjast þar snöggvast niður.  
Elís Kjaran
1928 - ...
Úr bókinni <a href="mailto:jons@snerpa.is?subject=[Pöntun]: Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan">Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan</a>.
Vestfirska forlagið, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Elís Kjaran

Í úthafið dropinn fer
Þula