Elís Kjaran
Í úthafið dropinn fer
Þula
Meira um höfund:

Elís Kjaran Friðfinnsson, bóndi frá Kjaransstöðum í Dýrafirði, er mörgum kunnur sem brautryðjandi í torsóttri vegagerð á Vestfjörðum. En hann er einnig þekktur sem vísnasmiður og marga hefur hann glatt með því að láta standa í hljóðstafnum við ýmis tækifæri á liðnum árum. Vísur hans verða mjög oft til uppi á reginfjöllum þar sem hann er staddur við vinnu á jarðýtu sinni ellegar hangandi utan í einhverjum hamrabjörgum Vestfjarða. <i>Nokkur kvæði og kitlandi vísur að vestan</i> er fyrsta kvæðabókin hans. Hér birtir hann ýmislegt efni við flestra hæfi: Amorskvæði á léttum nótum í glettni og gamni, veðurvísur og náttúrulýsingar og einnig kvæði alvarlegra efnis svo nokkuð sé nefnt.