Krossinn
Kannastu við krossinn
krossinn sem hann bar
bar með bandingjunum
bandingjunum þar.

Þar hann lét svo lífið
lífið fyrir heiminn
heiminn þar sem hatrið
hatrið hamslaust var.

Var hann ekki vinur
vinur okkar alltaf
allt til enda heimsins
heimsins sem hann gaf.

Hann svo sté upp aftur
aftur upp til himna
himna faðir okkar
okkar eini Guð.

 
Gunnsi
1964 - ...


Ljóð eftir Gunnsa

Samanburður
Druslan
Einn
Krossinn
Leiðindi
Ást
Drottning