Konan í glugganum
Á hverjum morgni
lít ég út
ég gái hverjir ganga þar um göturnar
Það eru alltaf þeir sömu,
maðurinn í frakkanum,
konan sem alltaf öskrar á krakkann sinn,
barnið með sápukúlurnar,
og stúlkan með hundinn.
Af og til eru eitthverjir túristar,
ég kalla alltaf niður kveðju,
fæ kurteisilegt svar til baka
en ekkert annað gerist.
þetta fólk á sér líf,
en hvað með mig
er ég bara konan í glugganum?  
Karítas Ólafsdóttir
1998 - ...


Ljóð eftir Karítas Ólafsdóttur

Móðurmissir
Konan í glugganum
Ljós