Yndi
Sveimandi horfa
leika sér
Svífandi sindrandi ljósglit
í dvínandi birtu
er glóð í hjarta
nærveru og hlýju.

Yndi svífandi orða
vafra hér.
Sveimandi horfa
leika sér.
Logn í seiðandi húsi
snjór við furu fót.
Bjartar stjörnur á himni
börn með brúðu og dót.
Svífandi sindrandi ljósglit
snjókorn falla á svörð.
Tíst í fuglanna klið
um frið á mennska jörð.


Glit í dvínandi birtu
glóð við gluggann þinn.
Titrandi frostrós á rúðu
raul við munninn minn.
Ilmandi lummur frá ömmu
og kakó sem afi ber inn.
Þá ljómar himinninn allur að nýju
í öllum litum ljóssins
lifandi nærveru og hlýju.
 
gufa
1905 - ...


Ljóð eftir gufu

Frjáls
Lifir
ljós mitt
Yndi