Gróa á leiti.
Á heimatilbúnum kjaftasögum sveitungarnir smjatta
það er mér þó algerlega, fyrirmunað að fatta.
Þar óblíðum orðunum er raðað eftir henti
óforskammað orðagljáfur, á hinn og þennan benti.

Einn í sæng hjá annarri þó harðgift væri konan
skipti engu máli, þó þar ætti heima rolan.
Hagsmunagæslan fyrir héraðinu þrætti
tækist kannski'að kljúfa það, með öllum herrans mætti.

Sumir bíða bætur, meðan aðrir hljóta sóma
hrærðu það í orðaskaki og úti þeyttan rjóma.
Tækist engum orðunum að breyt'í annars hljóða
sannleikanum sannari, er uppruni þessa gróða.


Olga Jenný (janúar 2012)  
Olga Jenný Gunnarsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Olgu Jennýju Gunnarsdóttur

Saga hvers manns.
Um himininn svíf
Leiðin heim.
Jónsmessunótt.
Tuttugasta og fyrsta öldin
Gróa á leiti.