Öskubakki alheimsins
Heimurinn okkar er eins og risastór öskubakki.
Fullur af ösku og öðru rusli.
Stöku sinnum birtist glóð á stöku stað.
Eins og ögn af guðdómlegum neista.
En hún er samstundis slökkt.
Því öfund heimsins leifir engum að bera af.

Heimurinn okkar er eins og flaska.
Sem var opnuð í gær
og jafnvel þótt nóg sé eftir
Þá verður sífellt minna til.
Því eins og þorstinn leifir ekki þyrstum manni.
að horfa á fulla flösku,
leifir græðgin okkur ekki,
að horfa á heiminnn
án þess að vilja meira af honum.

Heimurinn okkar er eins og snákur.
Sem bítur í halann á sér
án þess að vita af því.
Og án þess að stoppa,
étur hann sig upp til agna,
og skilur ekkert eftir.
Því þetta er miskunarlaus heimur.  
Indriði Ingi Stefánsson
1977 - ...


Ljóð eftir Indriða Inga Stefánsson

Ekkert betra að gera
Öskubakki alheimsins
Lítil börn
Tómt hús í Reykjavík
Alveg Sama
Lítið blóm