Morgunstund
Rjúkandi kaffibolli
hvílir á enda borðsins
á meðan kisi baðar sig á gólfinu.

Þennan dag virðist allt hægt
og möguleikarnir bíða
eftir tækifærissinna sem bæði
getur og nennir.

Á meðan er hvíldarstund á heimilinu
og hvítir kollar hvíla á koddum
en þó er ýmislegt að gerast
í hljóðum orðum.

Kisi malar og glottir í kampinn og kaffikvörnin vinnur að nýjum skammti. Morgunstund.  
Björt
1988 - ...


Ljóð eftir Björt

Nóttin
Morgunstund
Skammdegi