

Rjúkandi kaffibolli
hvílir á enda borðsins
á meðan kisi baðar sig á gólfinu.
Þennan dag virðist allt hægt
og möguleikarnir bíða
eftir tækifærissinna sem bæði
getur og nennir.
Á meðan er hvíldarstund á heimilinu
og hvítir kollar hvíla á koddum
en þó er ýmislegt að gerast
í hljóðum orðum.
Kisi malar og glottir í kampinn og kaffikvörnin vinnur að nýjum skammti. Morgunstund.
hvílir á enda borðsins
á meðan kisi baðar sig á gólfinu.
Þennan dag virðist allt hægt
og möguleikarnir bíða
eftir tækifærissinna sem bæði
getur og nennir.
Á meðan er hvíldarstund á heimilinu
og hvítir kollar hvíla á koddum
en þó er ýmislegt að gerast
í hljóðum orðum.
Kisi malar og glottir í kampinn og kaffikvörnin vinnur að nýjum skammti. Morgunstund.