DAGSBRÚN
Ég vaknaði
Snemma morguns
Í blágráu tómarúmi.
Vafrandi
milli svefns og vöku,
nóttin vék.
Sólargeisli
brotnaði
Í gluggarúðunni
og glitrandi brotin
fylltu tómarúmið
litfögrum
loforðum
dagsins
og brothættum.
 
Anna Hrefnu
1956 - ...


Ljóð eftir Önnu Hrefnu

HAFSAUGA
ORÐLAUS
DAGSBRÚN