Á kvöldin er ég kona
Á kvöldin er ég kona,
á kvöldin er ég frú.
Varir mínar vona
að á vegi förnum mætumst ég og þú.

Frú ég þarf ei feta
fjölda manna hjá.
Unun er að geta
með augum sínum öllu fram að ná.

Ég er strákaljóminn stærsti,
mig stöðugt elta menn
Hverfi einn kemur næsti.
Kynbræðurna tæli alla í senn.

Er dimmir er ég dama,
djörf og lævís snót.
Gef ég hiklaust hölum undir fót.

Á kvöldin er ég kona,
á kvöldin er ég frú.
Verður kannski á vegi mínum þú?  
Kristján Gauti Karlsson
1990 - ...


Ljóð eftir Kristján Gauta Karlsson

Á kvöldin er ég kona
Kjetið etið
Gallery Fegurð
Af þeim Agnari Smáum og Agnari Ögn