Af þeim Agnari Smáum og Agnari Ögn
Vinur minn, hann Agnar Ögn
var óttalegur trítill
Alla tíð var Agnar Ögn
afskaplega lítill

Ætíð honum Agnar Smár
allar götur fylgdi
Agnar vissi upp á hár
hvað Agnar litli vildi

Hvergi fengu Agnar Ögn
og Agnar Smár að vera
Agnar vissi að eigin sögn
Ei hvað skyldi gera

Agnar spurði Agnar hvort
ættu þeir að trega
lífið og að líða skort
Þeim liði ágætlega

Alltaf stóð við Agnars hlið
annar, sem hins gætti
Agnar reisti Agnar við
með undraverðum hætti

Agnar Smár og Agnar Ögn
voru agnarsmáir vinir
Agnar Smár og Agnar Ögn
voru alltaf minni en hinir
 
Kristján Gauti Karlsson
1990 - ...


Ljóð eftir Kristján Gauta Karlsson

Á kvöldin er ég kona
Kjetið etið
Gallery Fegurð
Af þeim Agnari Smáum og Agnari Ögn