Platon
Það vorar brátt á kaldri jörðu minni.
Sólin færist dag hvern hærra og hærra
og litar allt og bros þitt verður stærra,
með von í hjarta tengist sálu þinni.

Já, berið henni kveðju mína blíða
ég sjálfur get ey gert það eins og stendur.
Líkt og mér séu bundnar báðar hendur.
Leikiði ljúft um andlit hennar fríða.

Söngfuglinn góði, hjarta mitt það fer
með endalausum efa dýpra en hel,
á stefnumót í huganum með þér.

Farðu og leiddu, helst sem allra fyrst
stúlku nokkra með augu, blá sem demantar.
Söngfuglinn ljúfi, hún er perlan mín.  
HSB
1992 - ...


Ljóð eftir HSB

Platon
Kveðja
Einn um nótt
Fjarlægur draumur
Ljósið