Ljósið
Trúin mín var farin,
á allt sem gott skal heita.
Sálin lurkum lamin,
og engu hægt að breyta.

Á sálu minni, djúpstæð ör,
andlit grúfið og tár á vör.

Þá kom frá Guði stúlka ein
svo fögur, svo falleg,
svo hugljúf og hrein.

Björtu augun þín,
elsku stelpan mín,
björguðu mér frá drukknun.  
HSB
1992 - ...


Ljóð eftir HSB

Platon
Kveðja
Einn um nótt
Fjarlægur draumur
Ljósið