Hugsjónamaður
Með ryðgular sundblöðkur,
syndir hann í hæfilega frosnum pollinum
og hrífst af ástarlífi svifdýra
og fiðurmiklum úthafsfuglum,
sem höggva niður í svifsein smádýrin.
Hann trúir á hringina í vatninu,
velþóknun marflónna og margþætti
mýflugnanna,
sem fljúga oddaflug yfir höfði hans,
þar sem hann hringsólar í slímugum
sjávargróðrinum,
sem togar hann sífellt dýpra niður.
 
Edda
1979 - ...


Ljóð eftir Eddu

Hugsjónamaður
Special K
Bráðfalleg, bráðkvödd
flóttamaður
Loksins,loksins!
klárlega glæður
Morgunógleði
ég hlusta ekki
jón jónsson
Ekki lengur nýmóðins
Ég man ekki hvað hún heitir
Annar en er
Án titils
við munum öll sofa á grasinu
Án titils
Gegnum glerið
Án titils