Gasprandi
Dynjandi hrindur orðunum byrjandi,
skynjandi, myndandi málið.
Framandi orðin, temjandi hrynjandi,
semjandi efnið í beljandi bálið.

Fylgjandi vísunni glimrandi hljóðandi,
hugsandi, talandi orðin í hljóði,
skemmtandi mér, hlægjandi brosandi,
landandi svona lifandi ljóði.

Hælandi sjálfum mér fjandi óþolandi,
líðandi sjálfum sem malandi maur,
gamnandi mér en er bara nemandi,
lesandi,er þetta þolandi gaur.





 
Davíð
1980 - ...


Ljóð eftir Davíð

Ekkert
Hver er
Gasprandi
Gamlárskvöld
töfrabragð
Himnaríki
Listin að lifa
Sambönd