Gamlárskvöld
Gamla árið var sprengt upp að vana,
hundurinn Jaki, geltandi óður,
vorum hér nokkur spilandi kana,
horfðum á skaupið, einn og einn góður.

Ég fékk mér einn, kaldann og svalandi,
konan og gestir fengu sér hvítvín,
fór út með hundinn, gangandi röltandi,
allt er svo bjart verum þá bjartsýn.

Gleðilegt ár karlar og kerlingar,
vonandi verður það nýja mjög gott.
Ég fékk í jólagjöf glænýja vettlinga,
vonandi fenguð þið álíka flott.

 
Davíð
1980 - ...


Ljóð eftir Davíð

Ekkert
Hver er
Gasprandi
Gamlárskvöld
töfrabragð
Himnaríki
Listin að lifa
Sambönd