töfrabragð
Hvað er að gerast á bak við tjöldin,
á daginn og einnig á kvöldin.
Hvernig var áður var önnur öldin,
vorum við kannski aldrei við völdin.

Við höldum að þessu öllu við völdum.
Persónur við okkur oftast töldum.
Hugurinn reikar á vetrarkvöldum,
líkt og það gerði á liðnum öldum.

Ef betur er gáð þá er engann að finna,
engann sem hægt er lengur að ginna,
Þegar þessi er fundinn munar um minna,
Þessi er gimsteinn draumanna þinna.


 
Davíð
1980 - ...


Ljóð eftir Davíð

Ekkert
Hver er
Gasprandi
Gamlárskvöld
töfrabragð
Himnaríki
Listin að lifa
Sambönd