Verkfall
Kóngar tefla, með klóm og brögðum
krefja svara yðar.
Þeir hlæja hátt og dátt, við þá sögðum
"hættið leikjum, stillum til friðar"

Þeir sætta sig ekki við þetta, þeir vilja ei semja
klukkan tifar, stundin mun brátt á dvína
Falla þeir sem þann verk fremja
fella hershöfðingja sína

Þið viljið, við annað viljum
Tveir komma átta hlutar við semjum
Sautján til tuttugu hlutar, við hótun við skiljum
en þið viljið það ei, þetta verk við fremjum

Verkið mun falla, hermenn munu bíða
velja þann kost einir að klífa
En hvað mun þetta allt andskotans þýða?
Verkfall mun skella á, stund milli stríða  
Jón Gunnar Vopnfjörð
1995 - ...


Ljóð eftir Jón Gunnar Vopnfjörð

Ást í tónlist
Dagdraumar
Verkfall