

Með húminu
kemur mýktin
raddirnar fá flauelsáferð
sjáöldrin verða fjólublá
í húminu
er enginn sannleikur
engin trú
ekkert stríð
aðeins þessi mjúki dökki friður
augnanna
aðeins þessi kyrra mjúka dýpt
andartaksins
áður en myrkrið skellur á
kemur mýktin
raddirnar fá flauelsáferð
sjáöldrin verða fjólublá
í húminu
er enginn sannleikur
engin trú
ekkert stríð
aðeins þessi mjúki dökki friður
augnanna
aðeins þessi kyrra mjúka dýpt
andartaksins
áður en myrkrið skellur á
Úr bókinni <a href="http://edda.is/?pid=391" target="new">Hvar sem ég verð</a>.
Mál og menning, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Mál og menning, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.