Kennari
Það er svo margt sem þú hefur kennt mér
þú gafst mér ný augu
svo ég gæti séð töfra lífsins

Skyndilega eru litir regnbogans margfalt fleiri
fegurri en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér

Hver hefði trúað því
að svart gæti breyst í hvítt?

Áður ómögulegir hlutir eru nú auðveldir
og gráu litirnir virðast svo miklu fallegri með þér

Ég þrái ekkert heitar
en að vera þér eins góð og ég mögulega get

Og þó ég þurfi að ganga nakin í gegnum eldinn
til að brenna burt allt það, sem hindrar
þá geri ég það

Ég mun fylgja sannleikanum eftir bestu getu
hlusta á visku hjartans

Og ekki er það svona erfitt lengur
því þú ert hér hjá mér
þú veitir mér innblástur og kjark

Þó að ég sé bíllinn
þá dugar hann skammt án þess að fá sitt bensín
og það ert þú

Já, það er ekki aðeins þitt líf sem var að byrja
nýja ég er jafn gömul þér
og ég á líf mitt þér að þakka

Takk elsku þú
ljósið mitt
ég elska þig
 
Fjóla María Bjarnadóttir
1985 - ...
Þetta ljóð fjallar um yndislegu dóttur mína


Ljóð eftir Fjólu Maríu Bjarnadóttur

Blómið
Dóttir mín
Fossinn í mér
Kennari
Stelpan
Þessi hvíti sæti
Þrá
Þjáning yngri ára
Gamalt barn
Kæra almætti