Stelpan
Stelpan sem fæddist var saklaus og góð
sjón hennar sá allt það bjarta
veröld þó fljótt varð þung eins og lóð
vonlaus varð hugsunin svarta

Reynslan kenndi reiðum sárum
raunveruleikinn hann svíður
best að byggja vegg og verjast bitrum tárum
bíða uns vont lífið líður

Lífsflóttadraumar ljáðu stúlkunni leiksvið
lýstu upp litlausan heiminn
skyndilega engin sorgarfull bið
skaust burt í stjörnubjartan geimin

Tómið hið innra titrandi þráði
tælandi festi hana niður
föst var í frosti en ljósfræjum sáði
fagur var nýfenginn siður

Fullorðin og frelsuð frá fortíðar draugum
fegin ég flýg inn í núið
verð þó ávallt innst inni viðkvæm á taugum
vör um mig - er þetta búið?
 
Fjóla María Bjarnadóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Fjólu Maríu Bjarnadóttur

Blómið
Dóttir mín
Fossinn í mér
Kennari
Stelpan
Þessi hvíti sæti
Þrá
Þjáning yngri ára
Gamalt barn
Kæra almætti