Söngur smáfugls
Ég vef úr vindinum styrkinn minn,
von mín eflist er umvafinn.
Þegar vorið vaknar í þetta sinn,
á ég voldugt vængjatak.
Ég tælist og töfrast af skýjunum,
og teyga loftið af innlifun.
Tárast á móti geislunum,
og týnist eitt andartak.
Loftið lifnar á ný,
lofar heit sólin því,
að lífsins leit að nýrri ást,
lýkur þeirri sem eitt sinn brást.
Það er von í vindsins söng,
vorkvöldin björt og löng.
Þá heitur blærinn hvíslar að mér,
hér finnst hamingja handa þér.
von mín eflist er umvafinn.
Þegar vorið vaknar í þetta sinn,
á ég voldugt vængjatak.
Ég tælist og töfrast af skýjunum,
og teyga loftið af innlifun.
Tárast á móti geislunum,
og týnist eitt andartak.
Loftið lifnar á ný,
lofar heit sólin því,
að lífsins leit að nýrri ást,
lýkur þeirri sem eitt sinn brást.
Það er von í vindsins söng,
vorkvöldin björt og löng.
Þá heitur blærinn hvíslar að mér,
hér finnst hamingja handa þér.