Söngur smáfugls
Ég vef úr vindinum styrkinn minn,
von mín eflist er umvafinn.
Þegar vorið vaknar í þetta sinn,
á ég voldugt vængjatak.

Ég tælist og töfrast af skýjunum,
og teyga loftið af innlifun.
Tárast á móti geislunum,
og týnist eitt andartak.

Loftið lifnar á ný,
lofar heit sólin því,
að lífsins leit að nýrri ást,
lýkur þeirri sem eitt sinn brást.

Það er von í vindsins söng,
vorkvöldin björt og löng.
Þá heitur blærinn hvíslar að mér,
hér finnst hamingja handa þér.  
Gleðja
1957 - ...


Ljóð eftir Gleðju

Etýða (einleiksverk á hörpu)
Leyndarmál
Orðin hörð
Nafnið þitt
Í mánaskini
Ljósblátt vor
Ljós sönnun
Skilaboð að handan
Lilja
Kvittur
Vegvísir
Sólarsjarmur
Heit þrá
Þráhyggja
Söknuður
Lífdagar
Hrafnaþing
Krummi og ég
óskipulegt tilboð
Morgunengill
Stjórnlaus kátína
Söngur smáfugls
Taktur afa og ömmu
Nýr dagur
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt
Fránhildur fyrrverandi
Tímans tal
Laus-ung