Kysstu mig
Kysstu mig, ljúfa ljósið mitt
og leyf mér að sofna við brjóstið þitt.
Þig elska ég einan manna.
Því veistu að einungis friðland ég finn
í faðminum þínum, ó vinur minn,
við dulbjarma draumsýnanna.  
Ásdís Jóhannsdóttir
1933 - 1959
Ódagsett

Úr bókinni <a href="mailto:mstef@li.is?subject=[Pöntun]: Vængjaþytur vorsins">Vængjaþytur vorsins</a>.
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, 2002.
Allur réttur áskilinn systkini höfundar.


Ljóð eftir Ásdísi Jóhannsdóttur

Lofsöngur til lífsins
Við skál
Kysstu mig
Óskahallir