Tímans tal
Úrsmiður einn hér í bænum,
sá armbandsúrs skapari sér,
til þess að áfram þú teljir
tímann, á hendi þér.

Bæði sólúr og sekúndukerfi,
eru stórfengleg vitsmunaverk,
sem færa nútíð að framtíð
svo fylgir með, fortíðin merk.

En skaparinn hátt upp í hæðum,
hefur líf þitt í hendi um sinn,
dagana skráir í doðrant
og drepur svo tímann, þinn.  
Gleðja
1957 - ...


Ljóð eftir Gleðju

Etýða (einleiksverk á hörpu)
Leyndarmál
Orðin hörð
Nafnið þitt
Í mánaskini
Ljósblátt vor
Ljós sönnun
Skilaboð að handan
Lilja
Kvittur
Vegvísir
Sólarsjarmur
Heit þrá
Þráhyggja
Söknuður
Lífdagar
Hrafnaþing
Krummi og ég
óskipulegt tilboð
Morgunengill
Stjórnlaus kátína
Söngur smáfugls
Taktur afa og ömmu
Nýr dagur
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt
Fránhildur fyrrverandi
Tímans tal
Laus-ung