

Trúin mín var farin,
á allt sem gott skal heita.
Sálin lurkum lamin,
og engu hægt að breyta.
Á sálu minni, djúpstæð ör,
andlit grúfið og tár á vör.
Þá kom frá Guði stúlka ein
svo fögur, svo falleg,
svo hugljúf og hrein.
Björtu augun þín,
elsku stelpan mín,
björguðu mér frá drukknun.
á allt sem gott skal heita.
Sálin lurkum lamin,
og engu hægt að breyta.
Á sálu minni, djúpstæð ör,
andlit grúfið og tár á vör.
Þá kom frá Guði stúlka ein
svo fögur, svo falleg,
svo hugljúf og hrein.
Björtu augun þín,
elsku stelpan mín,
björguðu mér frá drukknun.