Að leggjast í fönn
Suma daga og flestar nætur
Situr hún fastast í þögn
Og hljóðin sem koma, þegar hún grætur
Skera þessu þveru agnarögn.
Hún átti drauma og hún átti þrá
Og eltist við þá af kappi
En jafnóðum gekk henni allt að afskrá
Allt er varð að happi.
Sagan er sönn, þó sorgleg sé
Og oft er það besta greinin
Er erfitt er gera, andlegt vopnahlé
Og hvað þá að laga meinin.
En öllu máli skiptir, í þessu svokallaða lífi
Að vera jákvæð, auðmjúk og sönn
Og skipta út orku af andlegu þýfi
Og leggjast svo brosandi í fönn.
PerlaD ??