Orð
Í djúpu hugarfylgsni
Þar leynist dót
En dapurt er mitt minni
En ég er flottur, sárabót

Á morgnanna vil ekki vakna
Andvana
Á kvöldin ég þín sakna
Andvaka
Það rignir látlaust á þá veiku
Þrái bara stúlkuna bleiku

Litir koma saman og hverfa, og þó
Andartökin sem gras í mosató
Rís upp að vori
Hrapar í haustið
Horfið
Farið

Fræið er holdið
Og holdið er farið
Grasið er orðið
Og orðið er svarið  
Einar Örn Konráðsson
1979 - ...


Ljóð eftir Einar Örn Konráðsson

Ljóð
Reykurinn
Upp, upp ég svíf
Orð