Atlas í dag
Ég stal hljómum
úr tónverki
eilífðarinnar
handa þér

varlega og undurblítt
breiddu þeir
vængi sína
yfir þig til verndar

grátur sem ómar sáran
kristallast í lokkum
hári þínu sem bylgjast
og nemur þig á brott

andvörp mín
virðast
fjara

þung augnlokin
þreytast

ég verð Atlas
dagsins
í dag

með sáran heim okkar
á herðum mínum  
Klara Nótt Egilson
1971 - ...


Ljóð eftir Klöru Nótt Egilson

Atlas í dag
Konungur úlfa
Móðir mín í hvívetna