

Ég stal hljómum
úr tónverki
eilífðarinnar
handa þér
varlega og undurblítt
breiddu þeir
vængi sína
yfir þig til verndar
grátur sem ómar sáran
kristallast í lokkum
hári þínu sem bylgjast
og nemur þig á brott
andvörp mín
virðast
fjara
þung augnlokin
þreytast
ég verð Atlas
dagsins
í dag
með sáran heim okkar
á herðum mínum
úr tónverki
eilífðarinnar
handa þér
varlega og undurblítt
breiddu þeir
vængi sína
yfir þig til verndar
grátur sem ómar sáran
kristallast í lokkum
hári þínu sem bylgjast
og nemur þig á brott
andvörp mín
virðast
fjara
þung augnlokin
þreytast
ég verð Atlas
dagsins
í dag
með sáran heim okkar
á herðum mínum