

Á Karls slóðum Drengs og Sveins
sannra manna sona
má engin dóttir eins né neins
á Íslandi heita Kona.
Hjá mannanafna-nefnd ég fékk
neitun samt ég vona
eftir höfnun trekk í trekk
ég taki upp nafnið Kona.
Hjá umboðsmanni alþingis
ákærur lona og dona
fæ ég notið fulltingis
fæ ég að heita Kona?
Fallegast á foldu hér
finnst mér að heita Kona
sem millinafn það hæfir mér
mjög vel og einmitt svona.
sannra manna sona
má engin dóttir eins né neins
á Íslandi heita Kona.
Hjá mannanafna-nefnd ég fékk
neitun samt ég vona
eftir höfnun trekk í trekk
ég taki upp nafnið Kona.
Hjá umboðsmanni alþingis
ákærur lona og dona
fæ ég notið fulltingis
fæ ég að heita Kona?
Fallegast á foldu hér
finnst mér að heita Kona
sem millinafn það hæfir mér
mjög vel og einmitt svona.
Júní 2020