Brot úr jólakvæði
Ég lítið barn svo langt í burtu fór,
- og ljótt er margt, sem fyrir augu ber.
Ég rata ekki heim til hjarta míns,
að halda jólin, móðir, enn hjá þér.
Og hvar er rótt í heimi stríðs og blóðs?
Er hægt að lesa vers í slíkum gný?
- Á litlu kerti er ljós, sem aldrei deyr,
mín ljúfa móðir vakir yfir því.
- og ljótt er margt, sem fyrir augu ber.
Ég rata ekki heim til hjarta míns,
að halda jólin, móðir, enn hjá þér.
Og hvar er rótt í heimi stríðs og blóðs?
Er hægt að lesa vers í slíkum gný?
- Á litlu kerti er ljós, sem aldrei deyr,
mín ljúfa móðir vakir yfir því.
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur