Lítill drengur
Börnin fæðast litlum systkinum sínum
eins og ljós sé kveikt,
eins og fyrstu blóm vorsins
vakni einn nmorgun.<dd>Ef þau deyja<dd>hverfa þau til guðs,<dd>eins og draumur<dd>sem aldrei gleymist.

Í sorginni mætast foreldrar og börn
og verða ekki síðan viðskila.

Lítill drengur liggur í vöggu sinni
og hlær þegar við grúfum okkur niður
í ullarflókann á brjósti hans.

Þegar mamma situr með hann í fanginu<dd>og gefur honum brjóst,
horfum við hugfangin á<dd>hve hann er öruggur og sæll.

Svo einn morgun er hann dáinn.

Það er um vor.
Hann er lagður í hvíta kistu<dd>með Passíusálmana hennar ömmu<dd>á brjóstinu.

Pabbi gengur á undan og ber kistuna í fanginu.
Seytl lækjanna, sem renna til götubakkans<dd>í leysingu vorsins,<dd>verður að gráti,
lágværum harmþrungnum gráti.

Nokkrar konur koma itl þess að votta okkur samúð,
presturinn til þess að kasta þrem rekum,
tvær stúlkur og forsöngvarinn<dd>til að syngja: Allt eins og blómstrið eina.

Síðan er allt hljótt
og við stöndum ein eftir hjá litla leiðinu okkar.
Móðir og börn fara að gráta, þungt og sárt.

Pabbi horfir þögull á flakandi sár jarðar,
klæddur lánaðri treyju og hvítri skyrtu<dd>sem er of þröng í hálsmálið.

Á rauða moldina leggjum við þau blóm
sem læknisfrúin hefur sent okkur.
Snúum svo aftur heim í hús tómleikans
þar sem hlátur og gleði eiga ekki lengur samastað.

Mamma geymir barnafötin sín í litlum kistli<dd>undir höfðagafli hjónarúmsins.<dd>Þar eru skórnir hans,<dd>hans sem aldrei sleit sólum þeirra.
Ég fæ stundum að láta þá standa í lófa mínum.

Kannski fæðist bráðum nýtt barn
til að fara í þau föt sem þarna liggja.
Feiminn horfi ég á móður mína
festa nýja vindinga í gömul kot.
 
Jón úr Vör
1917 - 2000
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur


Ljóð eftir Jón úr Vör

Við sigurmerkið
Við landsteina
Stillt og hljótt
Sofandi barn
Lítill drengur
Ég vaknaði snemma
Desember
Brot úr jólakvæði
Jól