

Kristín litla komdu hér
með kalda fingur þína;
ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.
Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.
Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí segir Stína.
Kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.
með kalda fingur þína;
ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.
Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.
Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí segir Stína.
Kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.