Jólin koma
Bráðum koma blessuð jólin,
- börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
- í það minnsta kerti og spil.

Hvað það verður veit nú enginn,
- vandi er um slíkt að spá.
Eitt er víst, að alltaf verður
ákaflega gaman þá.

Máske þú fáir menn úr tini,
- máske líka þetta kver.
Við skulum bíða og sjá hvað setur
- seinna vitnast hvernig fer.

En ef þú skyldir eignast kverið,
ætlar það að biðja þig
að fletta hægt - og fara alltaf
fjarskalega vel með sig.

Hér má lesa um hitt og þetta,
heima og í skólunum,
sem þau heyrðu, afi og amma,
- ekki síst á jólunum.  
Jóhannes úr Kötlum
1899 - 1972
Allur réttur áskilinn börnum skáldsins.


Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum

Ömmuljóð
Þula frá Týli
Stelkurinn
Móðursorg
Kvíaból
Í tröllahöndum
Erlan
Enn um gras
Brot
Betlari
Aftankyrrð
Jólasveinarnir
Grýlukvæði
Jólin koma
Land míns föður