Ein á grískri eyju I
Grikkland er svarthvítt
ég sá það
í myndinni um Zorba
þar rignir líka
með slíkum ofsa
að ferjunum seinkar
til klukkan tíu

hins vegar er ekki rétt
sem margir halda
að þar deyi
fallegt fólk
við ærandi fögnuð
hinna ljótu

slíkt gerist reyndar oft
en aldrei hér  
Sigurbjörg Þrastardóttir
1973 - ...
Áður óútgefið
2003
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur

Hrynjandi
Ein á grískri eyju I
Þjóðleg gildi
Mýrasýsla
Vatnsmýri