Hrynjandi
Fallegasta útsýnið er úr flugvélum
eins og ég hef margsagt
en árétta
að þá á ég ekki við
stórbrotna fjallgarða
og ljómandi borgir
heldur vængina
(eins og þennan)
silfurgrá börðin
sem skellast við eyrun
blikkandi ratljósin í nóttinni
og sólgulan krókinn
þar sem ég festi nú
línuna úr björgunarbátnum
og finnst leitt
að vera ekki
með vatnshelda
myndavél
 
Sigurbjörg Þrastardóttir
1973 - ...
Áður óútgefið
2003
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur

Hrynjandi
Ein á grískri eyju I
Þjóðleg gildi
Mýrasýsla
Vatnsmýri