

Milt í morgunsári
mætast nótt og dagur.
Hlær í vorsins heiði
himinbláminn fagur.
Einn er ég á erli,
uni niður við sjóinn.
Blæjalogn - og bátur
burtu sérhver róinn.
Litlar bláar bárur
brotna upp við steina.
Æður fleytir ungum
inn á milli hleina.
Ennþá man ég eftir
æskubjörtum stundum,
á kolaveiðakænum
krakkarnir við undum.
Bárum við í búið
býsna margan dráttinn,
fórum árla á fætur,
fengumst seint í háttinn.
Fólkið bregður blundi
og byrjar starfa nýja.
Senn mun þögnin þoka,
þarna flýgur kría.
mætast nótt og dagur.
Hlær í vorsins heiði
himinbláminn fagur.
Einn er ég á erli,
uni niður við sjóinn.
Blæjalogn - og bátur
burtu sérhver róinn.
Litlar bláar bárur
brotna upp við steina.
Æður fleytir ungum
inn á milli hleina.
Ennþá man ég eftir
æskubjörtum stundum,
á kolaveiðakænum
krakkarnir við undum.
Bárum við í búið
býsna margan dráttinn,
fórum árla á fætur,
fengumst seint í háttinn.
Fólkið bregður blundi
og byrjar starfa nýja.
Senn mun þögnin þoka,
þarna flýgur kría.
Allur réttur áskilinn<br>Bryndísi Kristjánsdóttur