Louisiana II
<div align='right'>Litla lausholda mellan á langa kaktusbarnum í New Orleans
tók mig varlega tali við þreytulegt barborðið. Yfir sveif
uppblásin flaska af léttum Bud. Þegar nokkuð var liðið
á slitrukennt samtalið kom í ljós að hún var íslensk, ofanúr
Kjós. Býst við að brúnir haf lyfst en fór að tala um
ættir. Einsog það hæfði stundu og stað. Ekki kvaðst hún
vera af Knudsætt og varla af Bergsætt og því síður ættuð
af Ströndum í norðri eins og ég en pabbi sinn ynni hjá
Bræðrunum Ormsson. Hún var undarlega stuttklippt með
hárið gult og flugsflúr á þéttum hálsi. Sagðist hafa farið
utan í kvikmyndanám en söðlað um. Ég kvaddi hana með
þeim orðum að alltaf væri gaman að hitta Íslendinga
erlendis. Hún hélt það. Og blikkaði auga. Yfir sveif flaska
af léttum Bud.</div>  
Sigmundur Ernir Rúnarsson
1961 - ...
Úr bókinni <a href="http://www.jpv.is/?grein_id=251" target="new">Innbær útland</a>.
JPV, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigmund Erni Rúnarsson

Louisiana II
Paris I
Ef
Hendur