Ef
Innum dyrnar
gæti það gerst

og yfir borði
hugsanlega

hefði tíminn verið annar
og ákefð og veður og heppni

okkur lætur vel
að efast

fyllum fylgsni hugans
af eigulegum efasemdum
eignumst hillumetra
af hálfkveðnum vísum

og sýnum þær fólki
sjö daga lífsins
einsog börn í aldursröð

og efumst nógsamlega
efumst ævinlega
þar til ekkert verður víst.
 
Sigmundur Ernir Rúnarsson
1961 - ...
Úr bókinni Sögur af aldri og efa.
JPV, 2000.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigmund Erni Rúnarsson

Louisiana II
Paris I
Ef
Hendur