

Hrjúft nefhljóð
Siggi böðlast áfram
á traktornum
með lúpulega ferðamenn
í kerrunni
Gargandi kokhljóð
Siggi heldur áleiðis
upp höfðann
með göngustaf í hendi
og ferðamennirnir
fylgja eftir
þungum sporum upp sandinn
með tíbrá í huganum
Skáskýtur sér
eftir árangursríkt
einelti við svartfugl
skýtur skotum
og dritar niður
alla
nema Sigga
orðinn hluti
af sandinum
Siggi böðlast áfram
á traktornum
með lúpulega ferðamenn
í kerrunni
Gargandi kokhljóð
Siggi heldur áleiðis
upp höfðann
með göngustaf í hendi
og ferðamennirnir
fylgja eftir
þungum sporum upp sandinn
með tíbrá í huganum
Skáskýtur sér
eftir árangursríkt
einelti við svartfugl
skýtur skotum
og dritar niður
alla
nema Sigga
orðinn hluti
af sandinum