Skúmaskot
Hrjúft nefhljóð

Siggi böðlast áfram
á traktornum
með lúpulega ferðamenn
í kerrunni

Gargandi kokhljóð

Siggi heldur áleiðis
upp höfðann
með göngustaf í hendi

og ferðamennirnir
fylgja eftir

þungum sporum upp sandinn

með tíbrá í huganum

Skáskýtur sér
eftir árangursríkt
einelti við svartfugl

skýtur skotum
og dritar niður
alla
nema Sigga

orðinn hluti
af sandinum  
Bjarney Gísladóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Bjarney

Skúmaskot
Smiðurinn
Fjaðrir og fiður
Rjómabúið að Baugstöðum