Atómljóð
Margir yrkja atómljóð,
og einstaka sig telja.
Þeir í opin sækja sjóð,
sig alltof ódýrt selja.

Ferskeytlan hún formföst er,
fellur að mér dálaglega.
Við limrur einnig líkar mér,
en læðist að þeim varlega.

Persónulegt mat mitt er,
að misjaflega fólki gengur.
Bundið málið binda sér,
bara æfa sig því lengur.
 
Konráð J. Brynjarsson
1979 - ...
Eitthvert sinn þá átti ég við pirringskast út í atómljóð að etja.


Ljóð eftir Konráð J. Brynjarsson

Allt sem mig vantar...
Kvalræði kveðskaparins
Atómljóð
Veröldin
Taðmokstur úr höfði