Náttúruhamfarir
það snjóar, kuldi, það snjóar, oj
ansvítans vindurinn öskrar á sjóinn
sem ærslast til baka og maldar í móinn
ó boj, ó boj
myglaður himininn málaður svartur
skýtur eldingum, hagli og vatni
mannfólkið vonar að hamstríðið batni
sveitin á að lifa aftur
dagar líða, meiri snjór
frostið birtist, frekt og frosið
fáviðrið geysir en þá kemur gosið
hver mun sigra, syngur fólkið í kór
rauðleit molla rigsar um allt
bræðir hverfandi snjóinn
ræðst á hvítfrussandi sjóinn
og tapar, hjaðnar og allt verður kalt
vorið kemur og reiðist við vetur
þau ráðast saman með sól og snjó
angandi ilminn og ískaldann sjó
vorið hefur auðvitað betur
ansvítans vindurinn öskrar á sjóinn
sem ærslast til baka og maldar í móinn
ó boj, ó boj
myglaður himininn málaður svartur
skýtur eldingum, hagli og vatni
mannfólkið vonar að hamstríðið batni
sveitin á að lifa aftur
dagar líða, meiri snjór
frostið birtist, frekt og frosið
fáviðrið geysir en þá kemur gosið
hver mun sigra, syngur fólkið í kór
rauðleit molla rigsar um allt
bræðir hverfandi snjóinn
ræðst á hvítfrussandi sjóinn
og tapar, hjaðnar og allt verður kalt
vorið kemur og reiðist við vetur
þau ráðast saman með sól og snjó
angandi ilminn og ískaldann sjó
vorið hefur auðvitað betur