...hjálp...
læðist eftir götunni
glápir á fólkið
sem hrópar á hana:
hundskastu í burtu!
ein og yfirgefin
gefst upp og felur sig
...
dag eftir dag
hún situr útí horni
hungruð og köld
einhver kemur
hendir hálfétinni pylsu
hún gleypir hana
...
hálfdauð úr hungri
hún skríður að næstu veru
stamar hásri röddu:
hjálp!
maðurinn slær hana
gengur í burtu
...
hún kallar það hærra
svo allir heyri
en enginn stoppar
nema ein kona
sem stansar aðeins
til að þagga niður í henni
...
blóðug stelpan
heyrir ysinn í kringum sig
en hann er ekki
út af henni
það var maður
sem missti hattinn
og hann fauk út í vindinn
glápir á fólkið
sem hrópar á hana:
hundskastu í burtu!
ein og yfirgefin
gefst upp og felur sig
...
dag eftir dag
hún situr útí horni
hungruð og köld
einhver kemur
hendir hálfétinni pylsu
hún gleypir hana
...
hálfdauð úr hungri
hún skríður að næstu veru
stamar hásri röddu:
hjálp!
maðurinn slær hana
gengur í burtu
...
hún kallar það hærra
svo allir heyri
en enginn stoppar
nema ein kona
sem stansar aðeins
til að þagga niður í henni
...
blóðug stelpan
heyrir ysinn í kringum sig
en hann er ekki
út af henni
það var maður
sem missti hattinn
og hann fauk út í vindinn