Kisubæn I
Ég þakka fyrir köttinn
sem elskar allan hnöttinn
hann er svo ofsa sætur
hann aldrei illa lætur
hrýtur þegar hann sefur
mörg aukakíló hefur
fer endalaust úr hárum
mörg tonn á fáum árum
sleikir á mér nefið
mér fullt af músum gefið
er hræddari við snjóinn
en jökulkaldann sjóinn
étur eins og hestur
er allra katta bestur
smjattar uppúr svefni
hans ég alltaf hefni
hann er með flösu og flær
en er mér samt svo ógeðslega kær  
Kapíts
1988 - ...
Mjá!


Ljóð eftir Kapíts

Stríð
Náttúruhamfarir
...hjálp...
svínslegt
Kisubæn I
Kisubæn II
Kisubæn III