Á nóttu
Hvar eru ljósin
logaskæru
er ég lít um ljóra?
munu það blikandi,
blíðmálugar,
heimasætur himins?

Eigi er það, ?
en annað fegra
svífur mér að sjónum:
það eru augu
unnustu minnar,
þau í svartnætti sjást.  
Jón Thoroddsen
1818 - 1868


Ljóð eftir Jón Thoroddsen

Á nóttu
Vorvísa
Til skýsins
Krummavísur