Úr Gaman og alvara
Um undrageim í himinveldi háu
nú hverfur sól og kveður jarðar glaum.
Á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niður í sæ.
Þar rísa bjartar hallir sem ei hrynja
og hreimur sætur fyllir bogagöng
en langt í fjarska foldar þrumur drynja
með fimbulbassa undir helgum söng.
Og gullinn strengur gígju veldur hljóði
og glitrar títt um eilíft sumarkvöld,
þar roðnar aldrei sverð af banablóði,
þar byggir gyðjan mín sín himintjöld.
Og harpan skelfur, hátt í andans geimi,
af höndum veikum snert um dimma tíð,
hún truflast fyrir undarlegum eimi
því andinn vekur sífellt furðustríð.
Og upp af sjónum feiknastjörnur stíga
og ströngum augum fram af himni gá
og eldi roðnar niður í hafið hníga
en hljómar dauði fjarrum vængjum á.
Ég kný þig ennþá, gígjan mín, til gleði.
Hvað gagnar sífellt kvein og táraflóð?
Hvað gagnar mér að gráta það sem skeði?
Hvað gagnar mér að vekja sorgarljóð?
Hvað gagnar mér að mana liðna daga
úr myrku djúpi fram í tímans hyl?
Ég veit að eilíf alltaf lifir Saga
og allar stundir nefnir dómsins til.
<dd><dd>???
Því lyftist ég á léttum himinvæng
um ljósan geim á silfurtærum bárum
og bý mér mjúka, háa, helga sæng
sem haggast ei af neinum sorgartárum.
Slengdu þér duglega, sál mín, um geiminn,
sjóðandi kampavíns lífguð af yl!
Kærðu þig ekkert um helvítis heiminn,
hoppaðu blindfull guðanna til!
nú hverfur sól og kveður jarðar glaum.
Á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niður í sæ.
Þar rísa bjartar hallir sem ei hrynja
og hreimur sætur fyllir bogagöng
en langt í fjarska foldar þrumur drynja
með fimbulbassa undir helgum söng.
Og gullinn strengur gígju veldur hljóði
og glitrar títt um eilíft sumarkvöld,
þar roðnar aldrei sverð af banablóði,
þar byggir gyðjan mín sín himintjöld.
Og harpan skelfur, hátt í andans geimi,
af höndum veikum snert um dimma tíð,
hún truflast fyrir undarlegum eimi
því andinn vekur sífellt furðustríð.
Og upp af sjónum feiknastjörnur stíga
og ströngum augum fram af himni gá
og eldi roðnar niður í hafið hníga
en hljómar dauði fjarrum vængjum á.
Ég kný þig ennþá, gígjan mín, til gleði.
Hvað gagnar sífellt kvein og táraflóð?
Hvað gagnar mér að gráta það sem skeði?
Hvað gagnar mér að vekja sorgarljóð?
Hvað gagnar mér að mana liðna daga
úr myrku djúpi fram í tímans hyl?
Ég veit að eilíf alltaf lifir Saga
og allar stundir nefnir dómsins til.
<dd><dd>???
Því lyftist ég á léttum himinvæng
um ljósan geim á silfurtærum bárum
og bý mér mjúka, háa, helga sæng
sem haggast ei af neinum sorgartárum.
Slengdu þér duglega, sál mín, um geiminn,
sjóðandi kampavíns lífguð af yl!
Kærðu þig ekkert um helvítis heiminn,
hoppaðu blindfull guðanna til!