 viðkvæmur
            viðkvæmur
             
        
    ég er viðkvæmur í dag
og ég veit að
ef ég verð fyrir áfalli
mun það svarta og myrka
sem hefur falið sig bakvið
geðheilbrigði mitt
sleppa út
og mun ég þá
kynnast matnum á kleppi
ég er viðkvæmur í dag
og vil ekki heyra svona
kjaftæði frá þér
láttu mig bara fá alla peningana
úr bankanum
og þá getum við báðir
haldið lífi okkar áfram
eins og við lifðum því í gær
heilbrigðir
    
     
og ég veit að
ef ég verð fyrir áfalli
mun það svarta og myrka
sem hefur falið sig bakvið
geðheilbrigði mitt
sleppa út
og mun ég þá
kynnast matnum á kleppi
ég er viðkvæmur í dag
og vil ekki heyra svona
kjaftæði frá þér
láttu mig bara fá alla peningana
úr bankanum
og þá getum við báðir
haldið lífi okkar áfram
eins og við lifðum því í gær
heilbrigðir
    úr svart á hvítu 2003

