Bóhe[i]mskur
hvert sem vindurinn blæs mér blítt
berst ég með honum í allar áttir
hvar sem ég enda ? kuldi eða hlýtt
eru opnaðar upp allar gáttir...
bóheimskur berst ég með straumum
byrja á stöðum sem ég fer aftur frá
fylgi minni líðan ? fylgi mínum draumum
feykist um og snýst sem lítið strá...
listirnar stunda ég stundunum saman
sterkt er listamannseðlið í mér
með breitt bros og málningu í framan
mun samt ei dvelja að eilífu hér...
...
hjarta mitt er létt sem lítill fugl
lyftist og feykist ljóshratt um allt
fer ekki aftur ? í vanafesturugl
þar sem persónufrelsi mitt er falt...
...
þó bóheimskur sé ég og feykist um allt
er ég aðeins mennskur sem aðrir menn
þó hjartað sé létt ? er hjarta mitt falt
hef ég æ elskað ? og elska þig enn...
bóhemskur fáviti væri ég að fara
fara burt frá þínum hlýju höndum
en hugur minn heldur áfram að stara
hvernig er lífið í fjarlægum löndum?
þó vindurinn feyki mér hingað og þangað
finn ég hvernig rætur mínar halda mér
þó burtu mig langar ? og hefur æ langað
liggur hjarta mitt glatt í návist þinni hér...
...
stórborgin Bóhem ? sem aldrei situr kyrr
sterk eru áhrif hennar á tilfinningaverum
býður mér blítt inngöngu inn um hennar dyr
og bólstruð rúm í hennar vistaverum...
en ég get ekki farið...
ekki frá þér...
tek því af skarið...
og dvel lengur hér...
bóheimski hugur minn gefst upp og þagnar
hefur myndin af þér í hjarta mér unnið
ég staldra enn hér og hjarta mitt fagnar
hugmynd um Bóhem hefur kviknað og brunnið...
berst ég með honum í allar áttir
hvar sem ég enda ? kuldi eða hlýtt
eru opnaðar upp allar gáttir...
bóheimskur berst ég með straumum
byrja á stöðum sem ég fer aftur frá
fylgi minni líðan ? fylgi mínum draumum
feykist um og snýst sem lítið strá...
listirnar stunda ég stundunum saman
sterkt er listamannseðlið í mér
með breitt bros og málningu í framan
mun samt ei dvelja að eilífu hér...
...
hjarta mitt er létt sem lítill fugl
lyftist og feykist ljóshratt um allt
fer ekki aftur ? í vanafesturugl
þar sem persónufrelsi mitt er falt...
...
þó bóheimskur sé ég og feykist um allt
er ég aðeins mennskur sem aðrir menn
þó hjartað sé létt ? er hjarta mitt falt
hef ég æ elskað ? og elska þig enn...
bóhemskur fáviti væri ég að fara
fara burt frá þínum hlýju höndum
en hugur minn heldur áfram að stara
hvernig er lífið í fjarlægum löndum?
þó vindurinn feyki mér hingað og þangað
finn ég hvernig rætur mínar halda mér
þó burtu mig langar ? og hefur æ langað
liggur hjarta mitt glatt í návist þinni hér...
...
stórborgin Bóhem ? sem aldrei situr kyrr
sterk eru áhrif hennar á tilfinningaverum
býður mér blítt inngöngu inn um hennar dyr
og bólstruð rúm í hennar vistaverum...
en ég get ekki farið...
ekki frá þér...
tek því af skarið...
og dvel lengur hér...
bóheimski hugur minn gefst upp og þagnar
hefur myndin af þér í hjarta mér unnið
ég staldra enn hér og hjarta mitt fagnar
hugmynd um Bóhem hefur kviknað og brunnið...